Það getur virst mjög erfitt fyrir fullorðna að læra kínversku en etv. mun auðveldara og skemmtilegra ef notaðar eru sömu aðferðir og Þorgerður Anna notar til þess að kenna litlum börnum. Hún hefur mjög lifandi og skemmtilega framkomu þannig að hún er ansi góð kennslukona. Þegar tungumál eru kennd í skólum er oft lögð mikla áherslu á málfræði og stafsetningu, en í kínversku eru notuð tákn og framburður skiptir miklu máli. Ef fullorðnir læra grunnatriði eins og Þorgerður Anna kennir þau þá geta þeir seinna fengist við flóknari atriði eins og setningarfræði. Continue reading Kínverskukennsla→
Síðasta Mahjong spilakvöld í samvinnu við Spilavini í sumar verður 9. maí. Spilavinir er að Suðurlandsbraut 48 (bláu húsunum) í Reykjavík eins og sést á kortinu.
Vegna góðrar þátttöku og mikillar ánægju þá hefur veitingastaðurinn Fönix ákveðið að halda annað matreiðslunámskeið sunnudaginn 29. apríl 2018, kl. 12-14, fyrir þá sem fóru á biðlista og er pláss fyrir 12 manns og kostar 5000 per mann.
Þorgerður Anna lauk námi í almennum málvísindum og kínverskum fræðum við Háskóla Íslands og eins árs námsdvöl við Nanjing Háskóla í Kína 2009-2010. Nú starfar hún hjá Konfúsíusarstofnun og hefur kennt grunnskólabörnum kínversku í fjóra vetur. Hún segir frá kennslunni og býður áhugasömum í leiðinni að læra smá kínversku með kennsluaðferðum sínum.
Það ku vera fallegt í Kína Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur
Unnur Guðjónsdóttir rekur Kínaklúbb Unnar og hefur í yfir þrjátíu ár farið með Íslendinga í ferðir til Kína þar sem hún kynnir menningu landsins til sveita og borga. Auk Kínaklúbbsins rekur hún Kínasafn að Njálsgötu 33B og má þar líta ótrúlegt úrval fallegra og merkra muni frá Kínaveldi. Continue reading Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur→
Það ku vera fallegt í Kína Snarl og spjall um Kína
Kínversk-íslenska menningarfélagið stendur fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem fólk sem hefur áhuga á Kína getur hist, spjallað saman og hlustað á fjölbreytta fyrirlestra um Kína. Boðið verður upp á súpu og te á undan og lagt upp með að hafa þetta heimilislegt og afslappað.Continue reading það Ku Vera Fallegt í Kína→
Aðalfundur Kím 17. október 2017 á veitingastaðnum Tian við Grensásveg
64. starfsár Kínversk-Íslenska menningarfélagsins. Fundarstjóri: Kristján Jónsson og Magnús Björnsson í kosningahluta fundarins. Fundarritari: Þorgerður Anna Björnsdóttir. Fundur settur kl.18:10 og fundargestir 32 talsins.Continue reading Aðalfundur 2017→
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stendur ásamt Kínverska
sendiráðinu, Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum og Kínversk íslenska menningarfélaginu fyrir fyrirlestraröð í hádeginu næstu þriðjudaga um samskipti Íslands og Kína. Fyrirlestraröðin tengist sýningu í Þjóðarbókhlöðu, sjá: https://landsbokasafn.is/index.php/news/977/56/KiNA-OG-iSLAND-samskipti-vinathjoda.
Ragnar Baldursson, fyrsti sendiráðsfulltrúi Íslenska sendiráðsins í Beijing og fyrrum formaður KÍM, hefur ritað bókina: ,,Ninteen Seventy-Six”, sem var gefin út af Penguin China Special. Bókin fjallar um atburði ársins þegar Mao formaður lést en Ragnar var þá nýkominn til náms í Pekingháskóla.
Ragnar er einhver fjölfróðasti Íslendingur um kínversk málefni á þessari öld og sögu landsins.