Category Archives: Menning

Fyrirlestraröð Um Samskipti Kína Og ísland

Kina_og_Island_vefbordi3

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stendur ásamt Kínverska
sendiráðinu, Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum og Kínversk íslenska menningarfélaginu fyrir fyrirlestraröð í hádeginu næstu þriðjudaga um samskipti Íslands og Kína. Fyrirlestraröðin tengist sýningu í Þjóðarbókhlöðu, sjá:
https://landsbokasafn.is/index.php/news/977/56/KiNA-OG-iSLAND-samskipti-vinathjoda.

Dagskrá fyrirlestraraðarinnar verður sem hér segir: Continue reading Fyrirlestraröð Um Samskipti Kína Og ísland

Bók Ragnars Baldurssonar Um Kína

Ragnar Baldursson, fyrsti sendiráðsfulltrúi Íslenska sendiráðsins í Beijing og fyrrum formaður KÍM, hefur ritað bókina: ,,Ninteen Seventy-Six”, sem var gefin út af Penguin China Special. Bókin fjallar um atburði ársins þegar Mao formaður lést en Ragnar var þá nýkominn til náms í Pekingháskóla.

Ragnar er einhver fjölfróðasti Íslendingur um kínversk málefni á þessari öld og sögu landsins.

Nineteen-Seventy-Six

Ragna_Hopmynd

Bók Einars Fals M.a.um Kína

Flestir staðir heimsins eru á einhvern hátt frásagnaverðir en á sumum stöðum birtist saga mannkyns svo skýrt að hún getur setið fyrir á ljósmynd. Á ferðum sínum undanfarna áratugi hefur Einar Falur Ingólfsson elt uppi þessa staði. Hann myndar rústir Tvíburaturnanna á meðan enn rýkur úr þeim í september 2001. Hann siglir um Yangtze-fljót rétt áður en lokið var við stærsta mannvirki síðari alda, hina tröllauknu Þriggja gljúfra stíflu í Kína. Hann slæst í hóp milljóna manna sem elta augnablikið þegar líf þeirra sameinast eilífum undrum og hann fetar djúpt í iður jarðar í slóð námumanna sem skipta á blóði og silfri. Í einstöku samspili stórskemmtilegra frásagna og áhrifamikilla ljósmynda verður til svipmynd af heiminum á okkar dögum. Heimi án vegabréfs. Continue reading Bók Einars Fals M.a.um Kína

Skýrsla Kím 2015-16

Skýrsla um starf Kínversk-íslenska menningarfélagsins
starfsárið 2015-16

Stjórn KÍM var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var á veitingastaðnum Tian í Reykjavík 9. nóvember 2015. Stjórnarfundir voru 7 á starfsárinu.

Sú ánægjulega breyting varð á starfi félagsins að efnt var til nokkurra funda auk kennslu í majiong-spilinu. Continue reading Skýrsla Kím 2015-16

Heimsókn í Borgarbókasafn Shanghai 2011

Haustið 2011 var 5 manna sendinefnd frá KÍM boðið til Kína vegna
undirbúnings 60 ára afmælis félagsins árið 2013.

Voru ýmsar stofnanir skoðaðar svo sem brúðuleikhús, borgarstjóri Suzhou  var sóttur heim og farið á fund deildarstjóra í Mennta- og
menningarmálaráðuneyti Kína.

Þá tók nefndin þátt í samkomu í tilefni af 40 ára stjórnmálaafmæli
Íslands og Kína þar sem þær Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný
Guðmundsdóttir skemmtu gestum.

Í nefndinni voru Arnþór Helgason, Kristján Jónsson, Edda
Kristjánsdóttir, Smári Baldursson og Sigrún Davíðs.

Þessa frásögn má finna á síðu Borgarbókasafns Shanghai.

http://www.library.sh.cn/Web/news/20111031/n49961656.html

Kím Heldur Majiang-spilanámskeið 17.apríl 2016 Kl 14-17 í Iðnó.

Zhou Junqing, kennari við HÍ, heldur erindi um spilið. Jia Yucheng og Fei Jie, háskólakennarar, verða einnig með okkur og eru tilbúnir að leiðbeina fólki á fyrsta MaJiang degi félagsins. Hugsanlegt er að 1-2 kínverjar til viðbótar með þekkingu á MaJiang sláist í hópinn!

Spil__1_April2016

Við höfum bókað salinn uppi í Iðnó og aðgangur verður ókeypis. Ef félögum finnst spilið skemmtilegt verður stofnaður MaJiang klúbbur sem mun þá hittast og spila mánaðarlega.

Spil_2_April2016

Aðgangur er ókeypis en skráið mætingu hér:
https://docs.google.com/forms/d/1O9bqOOFw12t0sY2s_XSRy0UmCkZaZFJOA2uEcadEj5w/viewform?ths=true&edit_requested=true

——————————–

Kim presents: MaJiang introduction 17.apríl 2016 at 14-17 at Iðnó (next to the Reykjavík City Council)

Zhou Junqing, teacher at the University of Iceland, will hold a short lecture.

University teachers Jia Yucheng and Fei Jie will also be with us and are willing to guide us on our first MaJiang day.

We have booked the hall upstairs in Iðnó and participation will be free of charge. If it is a success then a MaJiang club will be established that will then meet and play monthly.

Participation is free but please register here:
https://docs.google.com/forms/d/1O9bqOOFw12t0sY2s_XSRy0UmCkZaZFJOA2uEcadEj5w/viewform?ths=true&edit_requested=true