Fundarboð Aðalfundar
Aðalfundur Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) verður haldinn miðvikudaginn 21. október nk. kl. 18:00 Í Norræna húsinu.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, samanber lög félagsins, https://kim.is/log/ , auk annarra atriða.
Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Zhang Weidong, verður gestur fundarins og flytur ávarp.
Eftir að aðalfundarstörfum lýkur verður kínverskur matur á boðstólnum í veitingasal hússins. Verð fyrir einstakling er 3700 kr.
MATSEÐILL
Mapo tofu
Kryddað tofu með nautakjöti
麻婆豆腐
Lamb dumpling
Grænarbaunir og sveppir
羊肉水饺
Heilbakaður Karfi
tómatur, ananas og hnetur
茄汁“红鱼”
Pönnusteikt árstíðargrænmeti
með hvítlauk
蒜蓉炒时蔬
Engifer brule að hætti Yingzi Shi
焦糖姜撞奶 à la Yingzi Shi
Síðan hefst dagskrá þar sem fjallað verður um ferð, sem KÍM skipulagði á alþjóðlega listahátíð æskufólks í Tianjin í sumar, en frammistaða Íslendinga vakti mikla athygli. Fluttur verður hluti dagskrár íslensku þátttakendanna og sýnd kvikmynd, sem gerð var um ferðina.
Þeir, sem hyggjast taka þátt í kvöldverðinum, eru vinsamlegast beðnir að skrá sig eigi síðar en mánudaginn 19. okt. fyrir kl. 12 á hádegi í síma 5611703, 8973766 eða á netfangið kim@kim.is.
Innheimtuseðlar vegna félagsgjalda hafa nýlega verið sendir heim til félagsmanna eða í netbanka. Stjórnin væntir þess að menn styðji félagið,. Fjölmargt er framundan á næsta starfsári, enda er ýmislegt í undirbúningi svo sem aukið starf í þágu félagsmanna o.fl.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nýir félagsmenn eru boðnir hjartanlega velkomnir.
Með félagskveðju,
Stjórn Kím
Málstofa Um Seinni Heimsstyrjöldina í Kína
Föstudaginn 28. Ágúst 2015 var haldin málstofa um seinni heimsstyrjöldina í Kína í minningu þess að um þetta leyti voru liðin 70 ár frá því að Kínverjar unnu sigur á japanska innrásarhernum. Kínverska sendiráðið á Íslandi stóð að málstofunni ásamt Félagi Kínverja á Íslandi, Kínversk-íslenska menningarfélaginu og Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu. Málstofuna sóttu um 60 manns.
Flugdrekahátíð á Valhúsahæð
Haustið 2003 voru liðin 50 ár frá stofnun Kím. Í tilefni þess kom hingað sendinefnd frá Vináttusamtökum kínversku þjóðarinnar við erlend ríki. Formaður hennar var Chen Haosu, forseti samtakanna. Auk þess að halda upp á afmælið hittu nefndarmenn forseta Íslands og fulltrúa Félagsmálaráðuneytisins, en Kínverjum lék hugur á að forvitnast um félagslega aðstoð á Íslandi.
