Upplifun af Wugulun kungfu-skóla í Henan Snarl og spjall um Kína haustið 2018
Joanna Kraciuk, nemi í kínverskum fræðum og tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir frá upplifun sinni af Wugulun-kungfu skóla í Henan-héraði í suðursveit Kína, en þetta er í þriðja sinn sem hún dvaldist þar við æfingar. Þar er iðkað kungfu með mikila áhersla á hugleiðslu. Hún á ættir að rekja til Póllands en talar íslensku eins og innfæddir. Auk pólsku og íslensku talar hún líka ensku, norsku og kínversku og hefur ferðast víða.Continue reading Wugulun Kungfu-skólinn í Henan→
Snarl og spjall um jarðfræði Kína Brynhildur Magnúsdóttir jarðfræðingur
Fimmtudaginn 19. September 2018 hélt Brynhildur Magnúsdóttir fyrirlestur um jarðfræði Kína í Veröld, húsi Vigdísar, en áður fengu gestir veitingar og spjölluðu saman. Þessir mánaðarlegir viðburðir eru samstarfsverkefni Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa, sem býður upp á ókeypis veitingar. Continue reading Snarl Og Spjall Um Jarðfræði Kína→
Kína býr yfir miklum jarðfræðilegum fjölbreytileika, gríðarlega langri jarðsögu og fallegu landslagi sem m.a. var fyrirmyndin af fljótandi klettum í kvikmyndinni Avatar. Brynhildur Magnúsdóttir, jarðfræðingur og jarðfræðikennari við Landbúnaðarháskóla Íslands mun flytja erindi á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 13. september kl. 17:30 – í stofu VHV-007, sem er í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst geta gestir spjallað saman og fengið sér veitingar en síðan er fyrirlesturinn sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur. Continue reading Jarðfræði Kína→
Þjóðlagasveitin Þula, sem skipuð er ungmennum á aldrinum 15-18 ára, tók þátt í listahátíð barna og ungmenna sem haldin var í borginni Tianjin í Kína dagana 27. – 31. júlí í sumar.Continue reading þjóðlagasveitin þula í Kína→
Það ku vera fallegt í Kína Snarl og spjall um Kína haustið 2018
Kínversk-íslenska menningarfélagið og Konfúsíusarstofnunin Norðurljós standa fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem gestum er boðið að hittast, spjalla saman og hlusta á fjölbreytta fyrirlestra tengdum Kína. Viðburðirnir verða í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst er boðið upp á léttar veitingar í boði Konfúsíusarstofnunar kl. 17:30 og síðan hefst fyrirlestur dagsins, sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur.
Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu verða haldnir í Kínverska sendiráðinu að Bríetartúni 1, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 19. júlí kl. 19:00 og boðið verður upp á léttar veitingar.
Netviðskipti í Kína Innsýn frá AliExpress og Zenni optical.
Erindið flytur Gunnar Óskarsson sem er lektor við Háskóla Íslands og kennari í alþjóðamarkassetningu, alþjóðaviðskiptum, stjórnun nýsköpunar, markaðssetningu á netinu og rafrænum viðskiptum.
AliExpress er í eigu kínversku samstæðunnar Alibaba, sem er að baki stórum hluta póstverslunar frá Kína. Þar er hægt að panta fatnað, raftæki, skótau, íþróttavörur, veiðivarning, varahluti og margvíslegar vörur aðrar. Hjá Zenni optical er hægt að panta sérsmíðuð gleraugu eftir receptinu þínu.Continue reading Netviðskipti í Kína – Fyrirlestur→
Síðasta Mahjong spilakvöld í samvinnu við Spilavini í sumar verður 9. maí. Spilavinir er að Suðurlandsbraut 48 (bláu húsunum) í Reykjavík eins og sést á kortinu.
Vegna góðrar þátttöku og mikillar ánægju þá hefur veitingastaðurinn Fönix ákveðið að halda annað matreiðslunámskeið sunnudaginn 29. apríl 2018, kl. 12-14, fyrir þá sem fóru á biðlista og er pláss fyrir 12 manns og kostar 5000 per mann.
Þorgerður Anna lauk námi í almennum málvísindum og kínverskum fræðum við Háskóla Íslands og eins árs námsdvöl við Nanjing Háskóla í Kína 2009-2010. Nú starfar hún hjá Konfúsíusarstofnun og hefur kennt grunnskólabörnum kínversku í fjóra vetur. Hún segir frá kennslunni og býður áhugasömum í leiðinni að læra smá kínversku með kennsluaðferðum sínum.