Boð í Alþjóðlega Listahátíð Ungmenna í Tianjin 27.-31. Júlí 2018

 

Langar þig að fara til Kína ?
Þátttaka íslenskra ungmenna í alþjóðlegri listahátíð í Tianjin 27.-31. júlí 2018

Auglýst er eftir einstaklingum eða hópi ungmenna á aldrinum 13 – 18 ára til að taka þátt í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína dagana 27. -31. júlí 2018.

Listahátíðin er haldin á þriggja ára fresti af opinberum samtökum í Kína sem vilja stuðla að vináttu friði og samskiptum ungmenna frá ólíkum þjóðum. Continue reading Boð í Alþjóðlega Listahátíð Ungmenna í Tianjin 27.-31. Júlí 2018

Aðalfundur Kím 17. Október

Fundarboð

Aðalfundur Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) verður haldinn þriðjudaginn 17. október nk. á veitingastaðnum Tian, Grensásvegi 12 og hefst kl. 18:00.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, samanber lög félagsins:
https://kim.is/log/

Eftir að almennum fundarstörfum lýkur segir Hinrik Hólmfríðar-og Ólason frá þátttöku sinni í alþjóðlegri ræðukeppni síðastliðið sumar, en Hinrik er vel mæltur á kínversku. Ýmislegt gerðist í ferðinni sem ætti að vekja athygli fólks.

Á eftir verður kínverskur matur á boðstólnum. Um er að ræða 8 rétta matseðil. Verð fyrir einstakling er 4.200 kr.

Þeir, sem hyggjast taka þátt í kvöldverðinum, eru beðnir að skrá sig eigi síðar en sunnudaginn 15. okt. fyrir kl. 22 í síma 8973766 eða á netfangið kim@kim.is.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nýir félagsmenn eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Eins og greint hefur verið frá gefur núverandi formaður, Arnþór Helgason, ekki kost á sér til endurkjörs. Arnþór hefur verið formaður félagsins í 30 ár í þremur lotum og meira eða minna tengdur stjórn þess í 43 ár af þeim 48 árum sem hann hefur verið í félaginu.

Eitt framboð hefur borist til formennsku í félaginu. Guðrún Margrét Þrastardóttir, sem hefur verið í stjórn og varastjórn frá 2009, býður sig fram til formanns.

Fólk er eindregið hvatt til að bjóða fram krafta sína í þágu þeirra málefna sem félagið vinnur að.

Með félagskveðju,

Stjórn Kím

Hvað Geta íslendingar Lært Af Kínverjum?

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið efndu til árlegs nýárskvöldverðar föstudaginn 3. febrúar síðastliðinn á veitingastaðnum Tian, en 3. febrúar bar upp á 7. dag árs hanans.

Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Zhang Weidong, flutti athyglisvert erindi um það hvað Íslendingar gætu lært af Kínverjum. Erindið var flutt á ensku með kínverskum tilvitnunum. Continue reading Hvað Geta íslendingar Lært Af Kínverjum?

Fyrirlestraröð Um Samskipti Kína Og ísland

Kina_og_Island_vefbordi3

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stendur ásamt Kínverska
sendiráðinu, Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum og Kínversk íslenska menningarfélaginu fyrir fyrirlestraröð í hádeginu næstu þriðjudaga um samskipti Íslands og Kína. Fyrirlestraröðin tengist sýningu í Þjóðarbókhlöðu, sjá:
https://landsbokasafn.is/index.php/news/977/56/KiNA-OG-iSLAND-samskipti-vinathjoda.

Dagskrá fyrirlestraraðarinnar verður sem hér segir: Continue reading Fyrirlestraröð Um Samskipti Kína Og ísland

Bók Ragnars Baldurssonar Um Kína

Ragnar Baldursson, fyrsti sendiráðsfulltrúi Íslenska sendiráðsins í Beijing og fyrrum formaður KÍM, hefur ritað bókina: ,,Ninteen Seventy-Six”, sem var gefin út af Penguin China Special. Bókin fjallar um atburði ársins þegar Mao formaður lést en Ragnar var þá nýkominn til náms í Pekingháskóla.

Ragnar er einhver fjölfróðasti Íslendingur um kínversk málefni á þessari öld og sögu landsins.

Nineteen-Seventy-Six

Ragna_Hopmynd

Bók Einars Fals M.a.um Kína

Flestir staðir heimsins eru á einhvern hátt frásagnaverðir en á sumum stöðum birtist saga mannkyns svo skýrt að hún getur setið fyrir á ljósmynd. Á ferðum sínum undanfarna áratugi hefur Einar Falur Ingólfsson elt uppi þessa staði. Hann myndar rústir Tvíburaturnanna á meðan enn rýkur úr þeim í september 2001. Hann siglir um Yangtze-fljót rétt áður en lokið var við stærsta mannvirki síðari alda, hina tröllauknu Þriggja gljúfra stíflu í Kína. Hann slæst í hóp milljóna manna sem elta augnablikið þegar líf þeirra sameinast eilífum undrum og hann fetar djúpt í iður jarðar í slóð námumanna sem skipta á blóði og silfri. Í einstöku samspili stórskemmtilegra frásagna og áhrifamikilla ljósmynda verður til svipmynd af heiminum á okkar dögum. Heimi án vegabréfs. Continue reading Bók Einars Fals M.a.um Kína

Skýrsla Kím 2015-16

Skýrsla um starf Kínversk-íslenska menningarfélagsins
starfsárið 2015-16

Stjórn KÍM var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var á veitingastaðnum Tian í Reykjavík 9. nóvember 2015. Stjórnarfundir voru 7 á starfsárinu.

Sú ánægjulega breyting varð á starfi félagsins að efnt var til nokkurra funda auk kennslu í majiong-spilinu. Continue reading Skýrsla Kím 2015-16