Haustið 2003 voru liðin 50 ár frá stofnun Kím. Í tilefni þess kom hingað sendinefnd frá Vináttusamtökum kínversku þjóðarinnar við erlend ríki. Formaður hennar var Chen Haosu, forseti samtakanna. Auk þess að halda upp á afmælið hittu nefndarmenn forseta Íslands og fulltrúa Félagsmálaráðuneytisins, en Kínverjum lék hugur á að forvitnast um félagslega aðstoð á Íslandi.
All posts by Kristjan H Kristjansson
Listfimleikaflokkur Frá Tianjin á íslandi
Eftir að Kínverska alþýðulýðveldið heimti sæti sitt hjá Sameinuðu þjóðunum og þeim ríkjum fjölgaði sem tóku upp stjórnmálasamband við landið tóku Kínverjar að senda margs konar íþrótta- og listahópa til Vesturlanda. Kím hafði tekið á móti tónlistarhópi Uighura frá Xinjiang árið 1954 og Peking-óperunni árið eftir í samvinnu við Þjóðleikhúsið
Continue reading Listfimleikaflokkur Frá Tianjin á íslandi
Nefnd Frá Huangpu Kynnir Sér Endurgerð Gamalla Bygginga
Sunnudaginn 9. ágúst kom hingað til lands 6 manna sendinefnd frá Huangpu-hverfi í Shanghai. Nefndin hefur verið á ferð um Evrópu að kynna sér endurgerð gamalla bygginga. Huangpu er í hinum svo kallaða Evrópuhluta Shanghai og þar er fjöldi gamalla húsa frá þeim tíma að Evrópumenn réðu lofum og lögum í borginni.
Erindi nefndarmanna var að kynna sér viðhald og endurgerð ásamt húsafriðun. Continue reading Nefnd Frá Huangpu Kynnir Sér Endurgerð Gamalla Bygginga