All posts by Kristjan H Kristjansson

Nýárskvöldverður Vegna ár Hundsins 2018

Ágæti félagsmaður í KÍM

Í tilefni af kínversku áramótunum munu Kínversk-íslenska
menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið fagna ári hundsins föstudaginn 16. febrúar  kl. 19.00 á veitingahúsinu Fönix, Bíldshöfða 12, 108 Reykjavík. Nýárskvöldverður KÍM og ÍKV er orðinn árviss viðburður. Borðhaldið hefst kl. 19.30. Continue reading Nýárskvöldverður Vegna ár Hundsins 2018

Alþjóðleg Myndlistarsamkeppni Og Sýning í Kína í Júlí 2018

Alþjóðleg myndlistarsamkeppni og sýning í Kína í júlí 2018

Alþjóðleg myndlistarsamkeppni barna og sýning verður haldin í borginni Tianjin í Kína í júlí 2018.

Samkeppnin verður haldin á vegum Vináttustofnunar Kína við erlend ríki og borgaryfirvalda í Tianjin.

Á hátíðinni verða veitt verðlaun fyrir bestu myndirnar. Skipulagsnefnd hátíðarinnar býður börnum frá öllum heimshornum að taka þátt í þessari myndlistarsamkeppni.

Veitt verða gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir bestu verkin. Sýningin mun standa yfir í 8 daga. Bestu verkin verða síðan gefin út í myndabók og munu eintök af bókinni verða send til Sameinuðu þjóðanna, allra ríkisstjórna og allra erlendra sendiráða í Kína. Continue reading Alþjóðleg Myndlistarsamkeppni Og Sýning í Kína í Júlí 2018

Boð í Alþjóðlega Listahátíð Ungmenna í Tianjin 27.-31. Júlí 2018

 

Langar þig að fara til Kína ?
Þátttaka íslenskra ungmenna í alþjóðlegri listahátíð í Tianjin 27.-31. júlí 2018

Auglýst er eftir einstaklingum eða hópi ungmenna á aldrinum 13 – 18 ára til að taka þátt í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína dagana 27. -31. júlí 2018.

Listahátíðin er haldin á þriggja ára fresti af opinberum samtökum í Kína sem vilja stuðla að vináttu friði og samskiptum ungmenna frá ólíkum þjóðum. Continue reading Boð í Alþjóðlega Listahátíð Ungmenna í Tianjin 27.-31. Júlí 2018

Aðalfundur Kím 17. Október

Fundarboð

Aðalfundur Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) verður haldinn þriðjudaginn 17. október nk. á veitingastaðnum Tian, Grensásvegi 12 og hefst kl. 18:00.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, samanber lög félagsins:
https://kim.is/log/

Eftir að almennum fundarstörfum lýkur segir Hinrik Hólmfríðar-og Ólason frá þátttöku sinni í alþjóðlegri ræðukeppni síðastliðið sumar, en Hinrik er vel mæltur á kínversku. Ýmislegt gerðist í ferðinni sem ætti að vekja athygli fólks.

Á eftir verður kínverskur matur á boðstólnum. Um er að ræða 8 rétta matseðil. Verð fyrir einstakling er 4.200 kr.

Þeir, sem hyggjast taka þátt í kvöldverðinum, eru beðnir að skrá sig eigi síðar en sunnudaginn 15. okt. fyrir kl. 22 í síma 8973766 eða á netfangið kim@kim.is.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nýir félagsmenn eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Eins og greint hefur verið frá gefur núverandi formaður, Arnþór Helgason, ekki kost á sér til endurkjörs. Arnþór hefur verið formaður félagsins í 30 ár í þremur lotum og meira eða minna tengdur stjórn þess í 43 ár af þeim 48 árum sem hann hefur verið í félaginu.

Eitt framboð hefur borist til formennsku í félaginu. Guðrún Margrét Þrastardóttir, sem hefur verið í stjórn og varastjórn frá 2009, býður sig fram til formanns.

Fólk er eindregið hvatt til að bjóða fram krafta sína í þágu þeirra málefna sem félagið vinnur að.

Með félagskveðju,

Stjórn Kím

Hvað Geta íslendingar Lært Af Kínverjum?

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið efndu til árlegs nýárskvöldverðar föstudaginn 3. febrúar síðastliðinn á veitingastaðnum Tian, en 3. febrúar bar upp á 7. dag árs hanans.

Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Zhang Weidong, flutti athyglisvert erindi um það hvað Íslendingar gætu lært af Kínverjum. Erindið var flutt á ensku með kínverskum tilvitnunum. Continue reading Hvað Geta íslendingar Lært Af Kínverjum?

Fyrirlestraröð Um Samskipti Kína Og ísland

Kina_og_Island_vefbordi3

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stendur ásamt Kínverska
sendiráðinu, Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum og Kínversk íslenska menningarfélaginu fyrir fyrirlestraröð í hádeginu næstu þriðjudaga um samskipti Íslands og Kína. Fyrirlestraröðin tengist sýningu í Þjóðarbókhlöðu, sjá:
https://landsbokasafn.is/index.php/news/977/56/KiNA-OG-iSLAND-samskipti-vinathjoda.

Dagskrá fyrirlestraraðarinnar verður sem hér segir: Continue reading Fyrirlestraröð Um Samskipti Kína Og ísland