Flestir staðir heimsins eru á einhvern hátt frásagnaverðir en á sumum stöðum birtist saga mannkyns svo skýrt að hún getur setið fyrir á ljósmynd. Á ferðum sínum undanfarna áratugi hefur Einar Falur Ingólfsson elt uppi þessa staði. Hann myndar rústir Tvíburaturnanna á meðan enn rýkur úr þeim í september 2001. Hann siglir um Yangtze-fljót rétt áður en lokið var við stærsta mannvirki síðari alda, hina tröllauknu Þriggja gljúfra stíflu í Kína. Hann slæst í hóp milljóna manna sem elta augnablikið þegar líf þeirra sameinast eilífum undrum og hann fetar djúpt í iður jarðar í slóð námumanna sem skipta á blóði og silfri. Í einstöku samspili stórskemmtilegra frásagna og áhrifamikilla ljósmynda verður til svipmynd af heiminum á okkar dögum. Heimi án vegabréfs. Continue reading Bók Einars Fals M.a.um Kína
Category Archives: Ferðalög
Heimsókn í Borgarbókasafn Shanghai 2011
Haustið 2011 var 5 manna sendinefnd frá KÍM boðið til Kína vegna
undirbúnings 60 ára afmælis félagsins árið 2013.
Voru ýmsar stofnanir skoðaðar svo sem brúðuleikhús, borgarstjóri Suzhou var sóttur heim og farið á fund deildarstjóra í Mennta- og
menningarmálaráðuneyti Kína.
Þá tók nefndin þátt í samkomu í tilefni af 40 ára stjórnmálaafmæli
Íslands og Kína þar sem þær Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný
Guðmundsdóttir skemmtu gestum.
Í nefndinni voru Arnþór Helgason, Kristján Jónsson, Edda
Kristjánsdóttir, Smári Baldursson og Sigrún Davíðs.
Þessa frásögn má finna á síðu Borgarbókasafns Shanghai.