Aðalfundur Kím 31. Október

Aðalfundur Kím verður haldinn mánudaginn 31. október á veitingastaðnum Tían, Grensásvegi 12. Fundurinn hefst kl: 18:00 og borðhald kl: 19:30. Á boðstólnum verður fjölbreytilegur matseðill sem verður nánar kynntur síðar.

Takið þennan dag frá og bjóðið með ykkur gestum. Félagið þarf á fleiri félagsmönnum að halda.

Verð 4.000 kr. á mann.

Dagskrá og matseðill birt síðar

Borgarstjórn Shanghai Heiðrar Formann Kím

Miðvikudaginn 7. september sæmdi borgarstjórn Shanghai-borgar 50 erlenda ríkisborgara heiðursmerki hinnar hvítu magnolíu, en magnolían er borgarblóm Shanghai. Þessi viðurkenning er veitt á hverju ári og eru tilnefningar fengnar frá fjölda samtaka svo sem samtökum iðnaðar, verslunar, menntastofnana og utanríkismála. Vináttusamtök Shanghai, sem sjá m.a. um ýmis utanríkissamskipti, tilnefndu að þessu sinni tvo einstaklinga, Samir Tajik, formann Vináttusamtaka Svartfjallalands og Arnþór Helgason, formann Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Viðurkenning þessi hefur verið veitt frá árinu 1989 og hefur þeim stofnunum farið fjölgandi sem eiga þátt í þessari viðurkenningu. Continue reading Borgarstjórn Shanghai Heiðrar Formann Kím

Heimsókn í Borgarbókasafn Shanghai 2011

Haustið 2011 var 5 manna sendinefnd frá KÍM boðið til Kína vegna
undirbúnings 60 ára afmælis félagsins árið 2013.

Voru ýmsar stofnanir skoðaðar svo sem brúðuleikhús, borgarstjóri Suzhou  var sóttur heim og farið á fund deildarstjóra í Mennta- og
menningarmálaráðuneyti Kína.

Þá tók nefndin þátt í samkomu í tilefni af 40 ára stjórnmálaafmæli
Íslands og Kína þar sem þær Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný
Guðmundsdóttir skemmtu gestum.

Í nefndinni voru Arnþór Helgason, Kristján Jónsson, Edda
Kristjánsdóttir, Smári Baldursson og Sigrún Davíðs.

Þessa frásögn má finna á síðu Borgarbókasafns Shanghai.

http://www.library.sh.cn/Web/news/20111031/n49961656.html

Fundur Með Nefnd Kínversku Listamannasamtakanna

Í júní 2016 sótti nefnd á vegum Kínversku listamannasamtakanna (China Federation of Literary and Art Circles) Kínversk-íslenska menningarfélagið heim, en nokkurt samstarf hefur verið á milli samtakanna um árabil. Tilgangur heimsóknarinnar var að efla þetta starf enn frekar.

Fundur með nefndarmönnum var haldinn á heimili Hrafns Gunnlaugssonar mánudaginn 20. júní. Af hálfu Kím sátu fundinn Guðrún Margrét Þrastardóttir, Kristján H. Kristjánsson og Ásgeir Beinteinsson auk gestgjafans, Hrafns, sem sýndi gestum húsið og umhverfi þess. Sérstaklega var skoðaður járnhörgurinn sem  Hilmar Örn Hilmarsson,
allsherjargoði, helgaði Óðni árið 2014. Continue reading Fundur Með Nefnd Kínversku Listamannasamtakanna

Endalok Menningarbyltingarinnar Og Arfleifð Mao’s Formanns

Kínversk-íslenska menningarfélagið efnir til fundar miðvikudaginn 1. júní nk. kl. 20:00 í Kínasafni Unnar, Njálsgötu 33, en  um þetta leyti eru 50 ár síðan menningarbyltingunni var hrundið af stað.

Ragnar Baldursson, fyrsti sendiráðsfulltrúi íslenska sendiráðsins í Beijing og fyrrum formaður KÍM, flytur erindið Endalok Menningarbyltingarinnar og arfleifð Mao’s formanns.

Hann mun einnig kynna bók sína, Ninteen Seventy-Six, Penguin China Special sem fjallar um atburði ársins þegar Mao formaður lést
en Ragnar var þá nýkominn til náms í Pekingháskóla.

Ragnar er einhver fjölfróðasti Íslendingur um kínversk málefni á þessari öld og sögu landsins. Eru því allar líkur á að um skemmtilegt og fróðlegt erindi verði að ræða og áhugaverðar umræður að erindinu loknu.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Stjórn KÍM

Nineteen-Seventy-Six

Ragna_Hopmynd

Kím Heldur Majiang-spilanámskeið 17.apríl 2016 Kl 14-17 í Iðnó.

Zhou Junqing, kennari við HÍ, heldur erindi um spilið. Jia Yucheng og Fei Jie, háskólakennarar, verða einnig með okkur og eru tilbúnir að leiðbeina fólki á fyrsta MaJiang degi félagsins. Hugsanlegt er að 1-2 kínverjar til viðbótar með þekkingu á MaJiang sláist í hópinn!

Spil__1_April2016

Við höfum bókað salinn uppi í Iðnó og aðgangur verður ókeypis. Ef félögum finnst spilið skemmtilegt verður stofnaður MaJiang klúbbur sem mun þá hittast og spila mánaðarlega.

Spil_2_April2016

Aðgangur er ókeypis en skráið mætingu hér:
https://docs.google.com/forms/d/1O9bqOOFw12t0sY2s_XSRy0UmCkZaZFJOA2uEcadEj5w/viewform?ths=true&edit_requested=true

——————————–

Kim presents: MaJiang introduction 17.apríl 2016 at 14-17 at Iðnó (next to the Reykjavík City Council)

Zhou Junqing, teacher at the University of Iceland, will hold a short lecture.

University teachers Jia Yucheng and Fei Jie will also be with us and are willing to guide us on our first MaJiang day.

We have booked the hall upstairs in Iðnó and participation will be free of charge. If it is a success then a MaJiang club will be established that will then meet and play monthly.

Participation is free but please register here:
https://docs.google.com/forms/d/1O9bqOOFw12t0sY2s_XSRy0UmCkZaZFJOA2uEcadEj5w/viewform?ths=true&edit_requested=true

 

Kínversk Nýárshátið 20. Febrúar 2016

 

Minna_KinverskNyarshatidPlakat2016

English below!

Efnt verður til menningarveislu í Háskóla Íslands af tilefni kínverska nýársins laugardaginn þann 20. febrúar.

Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá og má þar nefna drekadans, bardagalistir, kínverska tónlist og karókí, skrautskrift, fróðleik um ferðalög og nám í Kína, þrautir og leikir. Eitthvað við allra hæfi, ungra sem aldna. Continue reading Kínversk Nýárshátið 20. Febrúar 2016

Vorhátíð íkv Og Kím

Nýársdag á ári apans bar upp á mánudaginn 8. Febrúar. Af því tilefni efndu Kínversk-íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska verslunarráðið til nýárshátíðar á veitingastaðnum Tian, Grensásvegi 12 í Reykjavík. Á boðstólnum var 8 rétta matseðill, hinar bestu kræsingar. Hófinu stýrðu Ársæll Harðarson, formaður ÍKV og Arnþór Helgason, formaður Kím.

Apaar_Arnthor

Continue reading Vorhátíð íkv Og Kím