Kínversk-íslenska menningarfélagið efnir til fundar miðvikudaginn 1. júní nk. kl. 20:00 í Kínasafni Unnar, Njálsgötu 33, en um þetta leyti eru 50 ár síðan menningarbyltingunni var hrundið af stað.
Ragnar Baldursson, fyrsti sendiráðsfulltrúi íslenska sendiráðsins í Beijing og fyrrum formaður KÍM, flytur erindið Endalok Menningarbyltingarinnar og arfleifð Mao’s formanns.
Hann mun einnig kynna bók sína, Ninteen Seventy-Six, Penguin China Special sem fjallar um atburði ársins þegar Mao formaður lést
en Ragnar var þá nýkominn til náms í Pekingháskóla.
Ragnar er einhver fjölfróðasti Íslendingur um kínversk málefni á þessari öld og sögu landsins. Eru því allar líkur á að um skemmtilegt og fróðlegt erindi verði að ræða og áhugaverðar umræður að erindinu loknu.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Stjórn KÍM

