All posts by Kristjan H Kristjansson

ókeypis Tónleikar þulu

Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu

Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu verða haldnir í Kínverska sendiráðinu að Bríetartúni 1, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 19. júlí kl. 19:00 og boðið verður upp á léttar veitingar.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur en nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: kim@kim.is . Ekki þarf að framvísa boðsmiðanum.
Þula
Continue reading ókeypis Tónleikar þulu

Kínverskukennsla

Kínverskukennsla
Þorgerður Anna Björnsdóttir

Það getur virst mjög erfitt fyrir fullorðna að læra kínversku en etv. mun auðveldara og skemmtilegra ef notaðar eru sömu aðferðir og Þorgerður Anna notar til þess að kenna litlum börnum. Hún hefur mjög lifandi og skemmtilega framkomu þannig að hún er ansi góð kennslukona. Þegar tungumál eru kennd í skólum er oft lögð mikla áherslu á málfræði og stafsetningu, en í kínversku eru notuð tákn og framburður skiptir miklu máli. Ef fullorðnir læra grunnatriði eins og Þorgerður Anna kennir þau þá geta þeir seinna fengist við flóknari atriði eins og setningarfræði.
Continue reading Kínverskukennsla

þula Fer Til Kína

Kínversk-íslenska menningarfélagið hefur valið þjóðlagasveitina Þula til þátttöku í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína 26.-31. júlí 2018.

Listahátíðin í Tianjin er hátíð sem haldin er sameiginlega af Vináttustofnun Kína við erlend ríki, Song Qingling sjóðnum og Borgarstjórn Tianjin borgar. Þema hátíðarinnar er friður, vinátta og framtíð. Hátíðin er gríðarstór og gert ráð fyrir þátttakendum frá allt að 100 löndum og verður gaman fyrir félagana í Þulu að taka þátt í svo fjölþjóðlegum menningarviðburði og það í Kína.
Continue reading þula Fer Til Kína

Netviðskipti í Kína – Fyrirlestur

Netviðskipti í Kína
Innsýn frá AliExpress og Zenni optical.

Erindið flytur Gunnar Óskarsson sem er lektor við Háskóla Íslands og kennari í alþjóðamarkassetningu, alþjóðaviðskiptum, stjórnun nýsköpunar, markaðssetningu á netinu og rafrænum viðskiptum.

Gunnar Óskarsson
©Kristinn Ingvarsson

AliExpress er í eigu kínversku samstæðunnar Alibaba, sem er að baki stórum hluta póstverslunar frá Kína. Þar er hægt að panta fatnað, raftæki, skótau, íþróttavörur, veiðivarning, varahluti og margvíslegar vörur aðrar. Hjá Zenni optical er hægt að panta sérsmíðuð gleraugu eftir receptinu þínu. Continue reading Netviðskipti í Kína – Fyrirlestur

Matreiðslunámskeið 29. Apríl 2018 – Auglýsing

Vegna góðrar þátttöku og mikillar ánægju þá hefur veitingastaðurinn Fönix ákveðið að halda annað matreiðslunámskeið sunnudaginn 29. apríl 2018, kl. 12-14, fyrir þá sem fóru á biðlista og er pláss fyrir 12 manns og kostar 5000 per mann. 

Kennt verður að elda dumplings, kungpao kjúkling og stirfried rice – svo er borðað saman. Continue reading Matreiðslunámskeið 29. Apríl 2018 – Auglýsing

Kínverskukennsla Barna – Auglýsing

Kínverskukennsla barna
Það ku vera fallegt í Kína

Þorgerður Anna lauk námi í almennum málvísindum og kínverskum fræðum við Háskóla Íslands og eins árs námsdvöl við Nanjing Háskóla í Kína 2009-2010. Nú starfar hún hjá Konfúsíusarstofnun og hefur kennt grunnskólabörnum kínversku í fjóra vetur. Hún segir frá kennslunni og býður áhugasömum í leiðinni að læra smá kínversku með kennsluaðferðum sínum.

Kínverskukennsla barna Continue reading Kínverskukennsla Barna – Auglýsing

Kína Og Seinni Heimstyrjöldin

Kína og seinni heimsstyrjöldin
Gísli Jökull Gíslason

Fimmtudaginn 22. mars hélt Gísli Jökull Gíslason fyrirlestur um Kína og seinni heimstyrjöldina.
Jökull flutti erindi um um Kína og seinni heimstyrjöldina.

Gísli Jökull Gíslason er höfundur bókarinnar Föðurlandsstríðið mikla og María Mitrofanova og hefur kennt námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um þetta efni. Continue reading Kína Og Seinni Heimstyrjöldin

Kína Og Seinni Heimsstyrjöldin – Auglýsing

Kína og seinni heimsstyrjöldin
Það ku vera fallegt í Kína

Kína var annað stærsta átakasvæði seinni heimstyrjaldarinnar. Japanir höfðu hafið innrás í Kína 1932 og það braust út allsherjarstríð 1937. Tug milljónir mannslífa áttu eftir að tapast og eyðileggingin var gífurleg. Átökin í Kína höfðu síðan veruleg áhrif og leiddu til árásar Japana á Perluhöfn. Þrátt fyrir það er lítið vitað um þessi átök á vesturlöndum.
Jökull
Continue reading Kína Og Seinni Heimsstyrjöldin – Auglýsing

Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur

Það ku vera fallegt í Kína
Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur

Unnur Guðjónsdóttir rekur Kínaklúbb Unnar og hefur í yfir þrjátíu ár farið með Íslendinga í ferðir til Kína þar sem hún kynnir menningu landsins til sveita og borga. Auk Kínaklúbbsins rekur hún Kínasafn að Njálsgötu 33B og má þar líta ótrúlegt úrval fallegra og merkra muni frá Kínaveldi.
Unnur
Continue reading Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur