Sunnudaginn 7. maí héldu KÍM og Konfúsíusarstofnun í samvinnu við Heilsudrekann heilsudag með kínverskri teathöfn og qigong við Skátaskálann á Lækjarbotnum. Skammt frá skálanum er bergvatnslind þar sem streymir fram hreint og tært drykkjarvatn, tilvalið til notkunar í tedrykkju. Þannig mætast hreint íslenskt vatn og hágæða kínversk telauf og úr verður hinn fullkomni tebolli.
Vatn úr bergvatnslind notað til að búa til te skv. kínverskri hefð. Íslenskt grænmeti og kínversk leikfimi.
Tími:
Sunnudaginn 7. maí 2023 kl. 14:00.
Staður:
Skátaskálinn Lækjabotnar.
Aðgangur:
Ókeypis
Sunnudaginn 7. maí mun Kínversk-íslenska menningarfélagið (KÍM) og Konfúsíusarstofnun í samstarfi við Heilsudrekann bjóða gestum að njóta kyrrlátrar teathafnar og hugleiðslu á fallegum stað skammt frá Reykjavík. Ætlunin er að vera úti í náttúrunni við skátaskálann á Lækjarbotnum en hægt verður að fara inn í skálann ef rignir og til að nota salerni. Þar sem ekki eru mjög mörg bílastæði í boði er best ef fólk sameinast í bíla. Við minnum líka á hlýjan og þægilegan fatnað.Continue reading Heilsudagur – Kínversk Teathöfn Með íslensku Bergvatni→
Fyrirlestraröðin Snarl og spjall um Kína heldur áfram og næsta fyrirlestur flytur Sandra Yunhong She, eigandi Arctic Star ehf. (www.arcticstar.is). Fyrirtækið var stofnað árið 2008 og hefur sérhæft sig í þróun á fæðubótarefnum með framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða heilsuvörum um allan heim. Á kínversku eru sæbjúgu kölluð “Haishen” sem þýðir “ginseng hafsins”, enda innihalda þau fjöldan allan af gagnlegum efnum. Continue reading Fæðubótarefni úr íslenskum Sæbjúgum→
Fimmtudaginn 16. febrúar hófst fyrirlestraröðin Snarl og spjall um Kína á ný eftir þó nokkuð langt hlé. Fyrsti fyrirlesari var Minghai Hu, nálastungulæknir, sem fjallaði um hefðbundna kínverska læknisfræði (Traditional Chinese medicine). Hann sagði frá hugmyndafræði hennar, sögu, greiningaraðferðum og öllum helstu meðferðum, svo sem nálastungum og lyfjum sem m.a. eru unnin úr plöntum og skordýrum. Hann fjallaði einnig um notkun á nálastungu sem meðferð við þunglyndi hérlendis sem gefist hefur vel. Meðferðis hafði hann nálar í pakkningum sem gestir fengu að skoða, til að sjá mismunandi stærðir og gerðir nálanna sem hann notar. Continue reading Kínversk Læknisfræði→
The lecture is in English. See information in English below.
Minghai Hu, nálastungulæknir, mun fjalla um kínverska læknisfræði. Hann er menntaður frá Tianjin University of Traditional Chinese Medicine og kenndi þar sem dósent. Samhliða kennslu starfaði hann á spítala sem nálastungulæknir. Hérlendis starfaði hann hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og er núna með stofu í Reykjavík. Continue reading Kínversk Læknisfræði – Chinese Medicine→
Vatn úr bergvatnslind notað til að búa til te skv. kínverskri hefð. Brauði úr lífrænt ræktuðu korni sem meðlæti. Kínversk leikfimi.
Tími:
Sunnudaginn 15. maí 2022 kl. 14:00.
Staður:
Skátaskálinn Lækjabotnar.
Aðgangur:
Ókeypis
Það er gleðiefni að geta loks boðið til viðburðar með vor í lofti. Sunnudaginn 15. maí mun Kínversk-íslenska menningarfélagið (KÍM) og Konfúsíusarstofnun bjóða gestum að njóta kyrrlátrar teathafnar og hugleiðslu á fallegum stað skammt frá Reykjavík. Ætlunin er að vera úti í náttúrunni við skátaskálann á Lækjarbotnum en hægt verður að fara inn í skálann ef rignir og til að nota salerni. Þar sem ekki eru mjög mörg bílastæði í boði er best ef fólk sameinast í bíla.
Hætt við Snarl og spjall um Kína fimmtudaginn 12.03.2020
Góðan daginn
Af öryggisástæðum er hætt við Snarl og spjall um Kína í dag þar sem Yan Ping Li ætlaði að flytja erindi um mikilvægi menningar í viðskiptum við Kína. Hættan af COVID-19 hefur aukist verulega að undanförnu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ráðleggur að á meðan faraldur geisar þurfi ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir.
Stefnt er að því að flytja erindið síðar og verður það auglýst þegar fram líða stundir.
Með kveðju frá Kínversk-íslenska menningarfélaginu
Yabei Hu flytur erindi á ensku sem heitir “The 6 teas of China” og fjallar um hinar 6 mismunandi tegundir af te sem til eru, frægar tegundir af hverri tegund, hvað er te og hvað er ekki te, hvernig er te ræktað og unnið. Hvar eru þau ræktuð. Hvernig á að þekkja gott te og boðið verður upp á að smakka þessar 6 tegundir.
Upplifun af Wugulun kungfu-skóla í Henan Snarl og spjall um Kína haustið 2018
Joanna Kraciuk, nemi í kínverskum fræðum og tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir frá upplifun sinni af Wugulun-kungfu skóla í Henan-héraði í suðursveit Kína, en þetta er í þriðja sinn sem hún dvaldist þar við æfingar. Þar er iðkað kungfu með mikila áhersla á hugleiðslu. Hún á ættir að rekja til Póllands en talar íslensku eins og innfæddir. Auk pólsku og íslensku talar hún líka ensku, norsku og kínversku og hefur ferðast víða.Continue reading Wugulun Kungfu-skólinn í Henan→
Vegna góðrar þátttöku og mikillar ánægju þá hefur veitingastaðurinn Fönix ákveðið að halda annað matreiðslunámskeið sunnudaginn 29. apríl 2018, kl. 12-14, fyrir þá sem fóru á biðlista og er pláss fyrir 12 manns og kostar 5000 per mann.