Category Archives: Menning

The 6 Teas of China

Erindið flutt á ensku – Lecture in English

Yabei Hu flytur erindi á ensku sem heitir  “The 6 teas of China” og fjallar um hinar 6 mismunandi tegundir af te sem til eru, frægar tegundir af hverri tegund, hvað er te og hvað er ekki te, hvernig er te ræktað og unnið. Hvar eru þau ræktuð. Hvernig á að þekkja gott te og boðið verður upp á að smakka þessar 6 tegundir.

Tekona

Continue reading The 6 Teas of China

Grínað í Kína

Grínað í Kína

Helgi Steinar Gunnlaugsson mun segja frá uppistandi hans og félaga í Kína og ráðgjafafyrirtæki hans Kínversk Ráðgjöf sem m.a. hefur rannsakað útflutningsmöguleika fyrir íslenskan landbúnað í Kína. Helgi hefur túlkað fyrir kínverskar stórstjörnur sem komið hafa hingað landsins til að taka upp bíómyndir eins og Jing Tian (Great Wall) og Winston Chow (Meg). Hann er með BA gráðu í kínverskum fræðum frá H.Í. og mastersgráðu í Alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Peking. Mastersritgerðin fjallar um Fríverslunarsamninginn á milli Íslands og Kína og Nubo málið á Grímsstöðum.
Continue reading Grínað í Kína

öflugur Bókaþýðandi

Öflugur bókaþýðandi
Kínverji kallar sig Halldór í höfuðið á nóbelsskáldinu

Halldór í Morgunblaðinu
Fræðimaður Halldór Xinyu Zhang hefur verið iðinn við að þýða íslenskar bókmenntir á kínversku. Morgunblaðið/Eggert

Halldór Xinyu Zhang hefur verið iðinn við að þýða íslenskar bókmenntir á kínversku. Fyrsta þýðing hans kom út í Kína 2017, fyrir skömmu bættust tvær bækur í safnið, fjórar eru væntanlegar síðar á þessu ári og fleiri eru í farvatninu. Continue reading öflugur Bókaþýðandi

Kínverji Fjallar Um íslenskar Bókmenntir

Kínverji fjallar um íslenskar bókmenntir
Halldór Xinyu Zhang

Halldór Xinyu Zhang, þýðandi og meistaranemi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands fjallar um þýðingar en hann þýddi meðal annars bækurnar Hundadaga og Riddara hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson á kínversku og hlaut þýðing hans á Hundadögum bókmenntaverðlaun í Kína. Halldór hefur einnig þýtt bókina Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og nýlega kom út smásagnasafn sem hefur að geyma þýðingar hans á sex smásögum eftir Svövu Jakobsdóttur, Steinunni Sigurðardóttur, Braga Ólafsson, Gyrði Elíasson, Jón Kalmann Stefánsson og Kristínu Eiríksdóttur.  Continue reading Kínverji Fjallar Um íslenskar Bókmenntir

það Ku Vera Fallegt í Kína

Það ku vera fallegt í Kína
Snarl og spjall um Kína haustið 2018

Kínversk-íslenska menningarfélagið og Konfúsíusarstofnunin Norðurljós standa fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem gestum er boðið að hittast, spjalla saman og hlusta á fjölbreytta fyrirlestra tengdum Kína. Viðburðirnir verða í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst er boðið upp á léttar veitingar í boði Konfúsíusarstofnunar kl. 17:30 og síðan hefst fyrirlestur dagsins, sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur.

Viðburðirnir eru ókeypis og allir velkomnir. Continue reading það Ku Vera Fallegt í Kína

ókeypis Tónleikar þulu

Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu

Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu verða haldnir í Kínverska sendiráðinu að Bríetartúni 1, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 19. júlí kl. 19:00 og boðið verður upp á léttar veitingar.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur en nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: kim@kim.is . Ekki þarf að framvísa boðsmiðanum.
Þula
Continue reading ókeypis Tónleikar þulu

Kínverskukennsla

Kínverskukennsla
Þorgerður Anna Björnsdóttir

Það getur virst mjög erfitt fyrir fullorðna að læra kínversku en etv. mun auðveldara og skemmtilegra ef notaðar eru sömu aðferðir og Þorgerður Anna notar til þess að kenna litlum börnum. Hún hefur mjög lifandi og skemmtilega framkomu þannig að hún er ansi góð kennslukona. Þegar tungumál eru kennd í skólum er oft lögð mikla áherslu á málfræði og stafsetningu, en í kínversku eru notuð tákn og framburður skiptir miklu máli. Ef fullorðnir læra grunnatriði eins og Þorgerður Anna kennir þau þá geta þeir seinna fengist við flóknari atriði eins og setningarfræði.
Continue reading Kínverskukennsla