Nýárskvöldverður Kím Og íkv

Í tilefni af kínversku áramótunum munu Kínversk-íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið fagna ári svínsins þriðjudaginn 5. febrúar kl. 19.00 á Veitingahúsinu Sjanghæ, Reykjavíkurvegi 74 í Hafnarfirði. Nýárskvöldverður KÍM og ÍKV er orðinn árviss viðburður. Borðhaldið hefst kl. 19.30. Þeir sem eru ekki í félögunum geta einnig komið.

SjanghæSjanghæ Continue reading Nýárskvöldverður Kím Og íkv

The 6 Teas of China

Erindið flutt á ensku – Lecture in English

Yabei Hu flytur erindi á ensku sem heitir  “The 6 teas of China” og fjallar um hinar 6 mismunandi tegundir af te sem til eru, frægar tegundir af hverri tegund, hvað er te og hvað er ekki te, hvernig er te ræktað og unnið. Hvar eru þau ræktuð. Hvernig á að þekkja gott te og boðið verður upp á að smakka þessar 6 tegundir.

Tekona

Continue reading The 6 Teas of China

Grínað í Kína

Grínað í Kína

Helgi Steinar Gunnlaugsson mun segja frá uppistandi hans og félaga í Kína og ráðgjafafyrirtæki hans Kínversk Ráðgjöf sem m.a. hefur rannsakað útflutningsmöguleika fyrir íslenskan landbúnað í Kína. Helgi hefur túlkað fyrir kínverskar stórstjörnur sem komið hafa hingað landsins til að taka upp bíómyndir eins og Jing Tian (Great Wall) og Winston Chow (Meg). Hann er með BA gráðu í kínverskum fræðum frá H.Í. og mastersgráðu í Alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Peking. Mastersritgerðin fjallar um Fríverslunarsamninginn á milli Íslands og Kína og Nubo málið á Grímsstöðum.
Continue reading Grínað í Kína

öflugur Bókaþýðandi

Öflugur bókaþýðandi
Kínverji kallar sig Halldór í höfuðið á nóbelsskáldinu

Halldór í Morgunblaðinu
Fræðimaður Halldór Xinyu Zhang hefur verið iðinn við að þýða íslenskar bókmenntir á kínversku. Morgunblaðið/Eggert

Halldór Xinyu Zhang hefur verið iðinn við að þýða íslenskar bókmenntir á kínversku. Fyrsta þýðing hans kom út í Kína 2017, fyrir skömmu bættust tvær bækur í safnið, fjórar eru væntanlegar síðar á þessu ári og fleiri eru í farvatninu. Continue reading öflugur Bókaþýðandi

Kínverji Fjallar Um íslenskar Bókmenntir

Kínverji fjallar um íslenskar bókmenntir
Halldór Xinyu Zhang

Halldór Xinyu Zhang, þýðandi og meistaranemi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands fjallar um þýðingar en hann þýddi meðal annars bækurnar Hundadaga og Riddara hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson á kínversku og hlaut þýðing hans á Hundadögum bókmenntaverðlaun í Kína. Halldór hefur einnig þýtt bókina Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og nýlega kom út smásagnasafn sem hefur að geyma þýðingar hans á sex smásögum eftir Svövu Jakobsdóttur, Steinunni Sigurðardóttur, Braga Ólafsson, Gyrði Elíasson, Jón Kalmann Stefánsson og Kristínu Eiríksdóttur.  Continue reading Kínverji Fjallar Um íslenskar Bókmenntir

Skýrsla Formanns Og Stjórnar 2017-2018

Skýrsla formanns og stjórnar Kínversk-íslenska menningarfélagsins fyrir starfsárið 2017-2018
Gudrún

Stjórn Kínversk-íslenska menningarfélagsins var kjörin á aðalfundi 17. október 2017. Formaður er Guðrún Margrét Þrastardóttir og varaformaður Kristján Jónsson. Meðstjórnendur eru Edda Kristjánsdóttir, gjaldkeri félagsins, Gísli Jökull Gíslason og Guðrún Edda Pálsdóttir, ritari. Í varastjórn eru Kristján H. Kristjánsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þorgerður Anna Björnsdóttir. Í starfsnefnd voru kjörnir, Gunnar Halldór Gunnarsson formaður, Arnþór Helgason varaformaður, Þorkell Ólafur Árnason, Brynhildur Magnúsdóttir, Gunnar Örvarsson, Katrín Ákadóttir og Hinrik Hólmfríðar-og Ólason. Continue reading Skýrsla Formanns Og Stjórnar 2017-2018

Byggjum Bjartari Framtíð í Samskiptum Kína Og íslands

Byggjum bjartari framtíð í samskiptum Kína og Íslands
Jin Zhijian sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins

Sendiherra

Í dag, 1. október, eru liðin 69 ár frá stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Eftir stofnun nýja Kína, sérstaklega á síðustu 40 árum umbóta og opnunar, hafa átt sér stað gríðarmiklar breytingar í Kína. Kína er nú annað stærsta efnahagsveldi heimsins og stærsta heimsviðskiptaríkið og tekur af ábyrgð aukinn þátt í alþjóðasamfélaginu sem stórveldi. Continue reading Byggjum Bjartari Framtíð í Samskiptum Kína Og íslands