Fimmtudaginn 16. febrúar hófst fyrirlestraröðin Snarl og spjall um Kína á ný eftir þó nokkuð langt hlé. Fyrsti fyrirlesari var Minghai Hu, nálastungulæknir, sem fjallaði um hefðbundna kínverska læknisfræði (Traditional Chinese medicine). Hann sagði frá hugmyndafræði hennar, sögu, greiningaraðferðum og öllum helstu meðferðum, svo sem nálastungum og lyfjum sem m.a. eru unnin úr plöntum og skordýrum. Hann fjallaði einnig um notkun á nálastungu sem meðferð við þunglyndi hérlendis sem gefist hefur vel. Meðferðis hafði hann nálar í pakkningum sem gestir fengu að skoða, til að sjá mismunandi stærðir og gerðir nálanna sem hann notar. Continue reading Kínversk Læknisfræði
Kínversk Læknisfræði – Chinese Medicine
Kínversk læknisfræði
The lecture is in English. See information in English below.
Minghai Hu, nálastungulæknir, mun fjalla um kínverska læknisfræði. Hann er menntaður frá Tianjin University of Traditional Chinese Medicine og kenndi þar sem dósent. Samhliða kennslu starfaði hann á spítala sem nálastungulæknir. Hérlendis starfaði hann hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og er núna með stofu í Reykjavík.
Continue reading Kínversk Læknisfræði – Chinese Medicine
Fundargerð Aðalfundar Kím 27.10.2022
Aðalfundur KÍM haldinn á Tian 27. október 2022
Á fundinn mættu 14 félagsmenn – stjórnarmenn meðtaldir.
Gísli Jökull Gíslason var kosinn fundarstjóri og Edda Kristjánsdóttir ritari.
Skýrsla formanns, Þorkels Ólafs Árnasonar.
Starfsemi félagsins var í lágmarki fyrrihluta árs vegna covid sóttvarna. Continue reading Fundargerð Aðalfundar Kím 27.10.2022
Dásamleg Testund
Dásamleg kínversk-íslensk testund
Síðastliðinn sunnudag var haldin kínversk-íslensk testund við skátaskálann á Lækjarbotnum. Skammt frá er tær berglind og var vatnið tekið beint úr henni og notað til að hella upp á hágæða kínverskt pu’er te og hvítt te . Jafnframt var boðið upp á lífrænt brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, bæði hrísgrjónabrauð og brauð unnið úr íslensku korni.
Rigning hafði verið svolítið áhyggjuefni við skipulag dagsins en einmitt síðdegis þennan sunnudag var vor í lofti. Veðrið lék við gesti samkomunnar sem nutu tedrykkjunnar í kyrrð íslenskrar náttúru. Söngskálar ómuðu og hughrífandi tónar. Að lokum voru gerðar tai-chi (太极) æfingar til að vekja upp líkamann. Dásamlegur dagur í alla staði og mögulegt að þetta verði endurtekið síðar.
Við hjá Kínversk-íslenska menningarfélaginu og Konfúsíusarstofnun þökkum Qing í Heilsudrekanum sérstaklega fyrir að láta þessa testund verða að veruleika og þökkum Sigfúsi bakara fyrir brauðið sem hann smurði og gaf gestum að smakka.
Myndir: Heilsudrekinn, KÍM Kínversk-íslenska menningarfélagið, Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og Heilsudrekinn
Náttúruleg Kínversk-íslensk Heilsuvernd
Viðburður: | Vatn úr bergvatnslind notað til að búa til te skv. kínverskri hefð. Brauði úr lífrænt ræktuðu korni sem meðlæti. Kínversk leikfimi. |
Tími: | Sunnudaginn 15. maí 2022 kl. 14:00. |
Staður: | Skátaskálinn Lækjabotnar. |
Aðgangur: | Ókeypis |
Það er gleðiefni að geta loks boðið til viðburðar með vor í lofti. Sunnudaginn 15. maí mun Kínversk-íslenska menningarfélagið (KÍM) og Konfúsíusarstofnun bjóða gestum að njóta kyrrlátrar teathafnar og hugleiðslu á fallegum stað skammt frá Reykjavík. Ætlunin er að vera úti í náttúrunni við skátaskálann á Lækjarbotnum en hægt verður að fara inn í skálann ef rignir og til að nota salerni. Þar sem ekki eru mjög mörg bílastæði í boði er best ef fólk sameinast í bíla.
Fundargerð Aðalfundar Kím 3.11.2021
Fundargerð aðalfundar KÍM 3.11. nóvember 2021
Aðalfundurinn var haldinn á veitingahúsinu Tian við Grensásveg.
Á fundinn mættu 11 félagsmenn – stjórnarmenn þar með taldir – og tveir gestir frá kínverska sendiráðinu.
Kristján H. Kristjánsson var kosinn fundarstjóri og Edda Kristjánsdóttir fundarritari.
Aðalfundarboð 2021
Aðalfundur Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) verður haldinn miðvikudaginn 3. nóvember 2021, kl. 18:00 á veitingahúsinu Tian, Grensásvegi 12, 108 Reykjavík. Continue reading Aðalfundarboð 2021
Stafræn Nýárshátið
Vegna kínversku nýárshátíðarinnar, vorhátíðarinnar og komu árs Uxans býður kínverska sendiráðið upp á stafrænan fögnuð á heimasíðu sinni hér að neðan.
Athugið að ekki þarf að skrá sig.
Hætt Við Viðburð 12.03.2020
Hætt við Snarl og spjall um Kína fimmtudaginn 12.03.2020
Góðan daginn
Af öryggisástæðum er hætt við Snarl og spjall um Kína í dag þar sem Yan Ping Li ætlaði að flytja erindi um mikilvægi menningar í viðskiptum við Kína. Hættan af COVID-19 hefur aukist verulega að undanförnu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ráðleggur að á meðan faraldur geisar þurfi ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir.
Stefnt er að því að flytja erindið síðar og verður það auglýst þegar fram líða stundir.
Með kveðju frá Kínversk-íslenska menningarfélaginu
Fundur Um Covid-19
Upplýsingafundur um COVID-19 veirusýkinguna
Kæru landsmenn
Sendiherra Kína á Íslandi, Hr. Jin Zhijiang, langar að bjóða þeim sem áhuga hafa á fund um COVID-19 veirusjúkdómin í Kína. Fundurinn verður haldin í sendiráði Kína á Íslandi (Bríetartún1, 105 Reykjavík), föstudaginn 28. febrúar kl 15:00. Boðið verður upp á síðdegiste. Continue reading Fundur Um Covid-19